Stöðubann á Frakkastíg milli Hverfisgötu og Laugavegar, tillaga - USK2021020121
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. nóvember 2021:
Svar

Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð: 1. Að óheimilt verði að leggja ökutækjum við vesturkant Frakkastígs, milli Hverfisgötu og Laugavegar. Ofangreint sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum, í samræmi við reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra, með síðari breytingum. Jafnframt er lagt til að þau bifreiðastæði sem nú eru í vesturkanti Frakkastígs á sama kafla, verði aflögð.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Þetta er líklega nauðsynlegt þar sem Frakkastígur er orðinn mikilvæg samgönguæð þar sem því  allri umferð af Laugavegi er beint norður Frakkastíg. Það er samt gagnrýnisvert hversu erfitt er að leggja á þessu svæði og er þá horft til þeirra sem treysta sér í bílastæðahús. Það voru mistök að hafa ekki sett fleiri bílastæði á svæði norðan megin við Hverfisgötu, á milli Hverfisgötu og sjávar að mati fulltrúa Flokks fólksins.