Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hvenær könnun Maskínu var keypt, umsögn - USK2021100081
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. nóvember 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Svarið kemur ekki á óvart. Fulltrúi Flokks fólksins gat vissulega sagt sér  að þessi könnun var keypt áður en niðurstöður lágu fyrir. Samgöngustjóri ákveður að kaupa niðurstöðurnar 16. júní 2021 en könnunin fór fram 3. -. 30. júní 2021. Niðurstöðurnar eru líklega  keyptar  í þeirri von að  þær sýndu breyttar ferðavenjur sem renna myndi stoðum undir umdeildar aðgerðir borgarinnar sem snúa að ferðamáta borgarbúa. Það hljóta að hafa verið vonbrigði fyrir borgaryfirvöld að niðurstöður sýndu fram á aukna notkun einkabílsins en skipulagsyfirvöld hafa notað ýmsar leiðir til að gera fólki erfitt með að fara um á bíl í borginni. Fulltrúa Flokks fólksins finnst, þar sem borgin fjárfesti í þessari könnun, að skipulagsyfirvöld ættu þá líka að taka mark á niðurstöðum hennar og bregðast við samkvæmt því,  t.d. með því að losa um umferðarteppur, með því að bæta ljósastýringar, hvetja til breytilegs vinnutíma og að hafa samræmi milli íbúafjölda og atvinnutækifæra í einstökum hverfum.