Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut,umsögn - USK2021090130
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. nóvember 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Það var vakin athygli fulltrúa Flokks fólksins á að þær breytingar sem verið er að gera á  aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg gætu leitt til mikillar þrengsla og skapað hættu. Verkið er m.a. á ábyrgð umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Fram kemur í svari að allt sé samkvæmt reglum. Fulltrúi Flokks fólksins leggur nú til að Skrifstofan athugi þetta nánar jafnvel þótt ekki hafi verið gerðar athugasemdir við fyrirkomulagið á brúnni. Nú hafa hjólandi bæst við þarna svo spurning er hvernig þetta er ef bílandi, hjólandi og gangandi eru  á ferð samhliða. Er þetta rými þá ekki of lítið?