Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,um fund varðandi Arnarnesveg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 109
30. júní, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að haldinn verði sameiginlegur fundur með Vinum Vatnsendahvarfs,  Betri samgöngum og Vegagerðinni þar sem rætt verður um fyrirhugaða lagningu 3ja áfanga Arnarnesvegar og þeirra áhrifa sem lagning hraðbrautarinnar hefur á Vatnsendahvarfið, nærliggjandi umhverfi  og umferð. Að baki Vinum Vatnsendahvarfs standa mörg hundruð manns. Byggja á framkvæmdina á 18 ára gömlu umhverfismati. Marg ítrekað hefur verið óskað eftir að nýtt umhverfismat verði gert. Vatnsendahvarfið er náttúruperla og dýrmætt grænt svæði sem liggur á mótum Reykjavíkur og Kópavogs. Svæðið er mikið nýtt útivistarsvæði og útsýnissvæði íbúa nágrennisins. Einnig er Vatnsendahvarfið varpland fjölmargra fuglategunda, þar á meðal lóu, hrossagauka og spóa. Fyrirhugaður 3. kafli Arnarnesvegar mun koma til með að skera Vatnsendahvarfið í tvennt og breyta ásýnd þess og notagildi. Umhverfismat sem framkvæmdin á að byggja á er frá 2003. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur mikið breyst á svæðinu auk þess sem ekki liggur fullljóst fyrir hvaða áhrif þessi framkvæmd hefur á umhverfi, útivist, umferð og hljóðvist. 
Tillögunni fylgir greinargerð.
Svar

Frestað.