Tillaga fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, um tilraunaverkefni um útleigu á rafskutlum, umsögn - USK2021070008
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 109
30. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að Skipulags og samgönguráð feli umhverfis- og skipulagssviði að hefja undirbúning tilraunaverkefnis vegna leigu á rafskutlum sem sérstaklega verði ætlað að þjóna fólki sem á erfitt með að ganga lengri vegalengdir. Þjónustusvæðið miðist við Laugaveg og göngusvæði í Kvosinni.   Tillögunni fylgir greinargerð.   Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að tillögunni sé vísað frá.
Svar

Frávísunartillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Nú leggur meirihlutinn til að leigja þeim sem eiga erfitt um gang rafskutlur til að aka Laugaveg niður í Kvos. Tillagan er afar óljós. Fulltrúi Flokks fólksins er sammála því að það verður að auðvelda aðgengi allra að miðbænum. Með lokun fyrir bílaumferð treysta borgarbúar sér ekki til að koma í bæinn eins og áður. Þetta hafa kannanir sýnt. Aðgengi er slæmt og ekki síst fyrir þá sem eiga erfitt um gang, eru í hjólastól eða með önnur hjálpartæki eða eru sjónskertir.  Dæmi um hindranir eru  þrep, óslétt yfirborð, þrengsli m.a. þröng hurðarop og skortur á römpum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur í tvígang lagt fram tillögu um skutluvagn sem æki um göngugötur en tillögurnar hafa verið felldar með þeim rökum að ekki megi fjölga bílum á göngugötum og að á Hverfisgötu séu frábærar strætótengingar. Víða erlendis, á sólarströndum sem dæmi má sjá fólk sem á erfitt um gang aka um á litlum rafskutlum, sennilega svipað því og meirihlutinn hefur í huga. Það fólk býr á hótelum á staðnum og rafskutlurnar til taks fyrir utan hótelin. Þegar reynt er að yfirfæra þetta yfir á miðbæ Reykjavíkur er fyrsta hugsunin að fólk sem ekki býr þar þarf að komast þangað sem rafskutlan er? Lagt er til að tillögunni sé vísað frá og að meirihlutinn hugsi hana nánar.