Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,um hreinsun veggjakrots, umsögn - USK2021060053
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 109
30. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu, dags. 21. júní 2021.
Svar

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Líkt og fram kemur í umsögn skrifstofu reksturs og umhirðu er ýmislegt gert til að uppræta veggjakrot í borgarlandinu. Sannarlega má alltaf gera betur að það kallar fram á viðbótarfjárheimildir. Með hliðstjón af því er réttast að fella tillöguna.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Veggjakrot hefur færst í aukana og er ekki lengur eingöngu bundið við miðborgina heldur farið að teygja sig út í úthverfin líka. Hér er um mikið eignatjón að ræða bæði fyrir opinbera aðila sem og einkaaðila. Við þessu vanda þarf að bregðast og taka höndum saman við að uppræta veggjakrotið. Það veldur því vonbrigðum að meirihlutinn felli tillöguna sem kveður á um að hverfisbækistöðvar, þjónustumiðstöðvar, íbúasamtök, skólar, frístundamiðstöðvar og einkaaðilar komi að því að draga úr og koma í veg fyrir veggjakrot.
  • Miðflokkur
    Veggjakrot er ljótur blettur á Reykjavík og er það ekki lengur bundið bara við miðbæinn. Ekki er brugðist við með afgerandi hætti og er borgin orðin mjög subbuleg af þessum sökum. Einfalt mál væri að skikka Orkuveitu Reykjavíkur að standa straum af veggjakroti á rafmagnskössum fyrirtækisins í miðbænum. Það er ófært að stjórnendur Reykjavíkurborgar loki augunum fyrir þessum ósóma.