Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Breiðholtsbraut, umsögn - USK2021060052
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 106
2. júní, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins hefur miklar áhyggjur af þróun umferðarmála á Breiðholtsbraut. Þar er umferð oft mikil, einkum á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana, síðdegis og við upphaf frídaga og enda  þeirra. Það er orðið afar brýnt að  tvöfalda legginn frá Jafnaseli að Rauðavatni. Fulltrúi Flokks fólksins óskar að vita hvað skipulagsyfirvöld hyggjast gera í þessu, hvernig á að bregðast við þessu og hvenær. Málið er brýnt og þarfnast tafarlausra aðgerðar.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.