Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025, tillaga
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 105
26. maí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga stýrihóps skipulags- og samgönguráðs að Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025 dags. 19. maí 2021.
Svar

Samþykkt.Vísað til borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Þetta er metnaðarfull áætlun. Markmiðið er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá megin stofnleiðum borgarinnar. Tekið er undir mikilvægi þess að hvetja börn og ungmenni til að hjóla og samhliða verður að tryggja öryggi þeirra sem best. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á mikilvægi þess að taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana. Forvitnilegt væri að fá flokkun á hjólastígum eftir öryggi þeirra og „gæðum“. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Rýmið er oftast nægilega mikið og hægt er að búa til aflíðandi beygjur og minnka brekkur. Tilefni er til að auka eftirlit með umferð á blönduðum stígum vegna fjölgunar á minni vélknúnum farartækjum og hefur slysum fjölgað í kjölfarið. Einnig má nefna að gjarnan gengur, hleypur og hjólar fólk á öllum aldri með tónlist í eyrunum og heyrir því ekki eins vel þegar einhver nálgast það. Úr geta því orðið árekstrar. Fjarlæga þarf jafnframt járnslár þar sem þær eru enda hættulegar hjólreiðafólki. Ef stígar eiga að verða hluti af samgöngukerfi borgarinnar þarf að vera eins lítið af brekkum og hægt er en öryggi er vissulega aðalatriðið. Fulltrúi Flokks fólksins tekur jafnframt undir bókun skipulags- og samgönguráðs í málinu.