Tímabundnar göngugötur í miðborginni, tillaga - USK2019040006
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 101
28. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 23. apríl 2021, um að framlengja tímabundnar göngugötur þar til deiliskipulag 2. áfanga hefur tekið gildi.
Svar

Formaður skipulags- og samgönguráðs leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Hér er verið að framlengja göngugötur fram að því að nýtt deiliskipulag sem gerir þennan kafla Laugarvegar að varanlegri göngugötu tekur gildi. Við styðjum og fögnum Laugavegi sem göngugötu, nú sem áður.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Á fundinum var lögð fram tillaga um „tímabundna“ lokun Laugavegar sem er ótímabundin í reynd. Tillagan sem lögð var hér fram var því ekki tæk. Nú er tillagan lögð fram breytt þannig að hún eigi að gilda út þetta ár án þess að samráð hafi verið haft við rekstraraðila um slíka ákvörðun. Rétt er að benda á að varanleg lokun Laugavegar hefur ekki verið samþykkt með staðfestu deiliskipulagi, en mikil andstaða er við þá breytingu.
  • Miðflokkur
    Enn eitt klúðrið í stjórnsýslu Reykjavíkur. Lokun Laugavegarins er mjög ljótur blettur á störfum meirihlutans. Lokunina skortir lagaheimildir – þessi tillaga staðfestir það. Enn er verið að leggja til að framlengja lokun á undanþáguákvæði sem er framlenging á tímabundinni ákvörðun „þar til deiliskipulag taki gildi“ og varanleg lokun Laugavegarins verði að veruleika. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svo illa unnin að skrifa þurfti nýja tillögu og leggja fyrir fundinn. Enn einu sinni er verið að ögra rekstraraðilum á svæðinu en þeim, Reykvíkingum og landsmönnum öllum má vera ljóst að lokunin er eitt stórt fíaskó sem byggir á veikum lagagrunni. Laugavegurinn er rústir einar og líkist yfirgefnum draugabæ í eyði svo ekki sé talað um þær hörmungar sem rekstraraðilar hafa mátt þola frá borgarstjóra og meirihlutanum. Skömmin og ábyrgðin er þeirra. Munið það Reykvíkingar.
  • Flokkur fólksins
    Skipulagsráð vill framlengja göngugötur þar til deiliskipulag 2. áfanga hefur tekið gildi og þá eiga þessar götur að vera varanlegar göngugötur. Brúa á bilið. Í ljósi samráðsleysis með tilheyrandi leiðindum í kringum allt þetta mál spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort þessi ákvörðun sé ekki bara olía á eld? Freistandi væri auk þess að opna fyrir umferð og sjá hvaða áhrif það hefði. Vel kann að vera að viðskipti glæðist í miðbænum.