Aðgerðir til að bæta aðgengi fyrir alla á strætóstöðvum 2021,tillaga - USK2021040046
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 101
28. apríl, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 20. apríl 2021 þar sem óskað er heimildar skipulags- og samgönguráðs fyrir áframhaldandi undirbúning, verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir lagfæringar á eftirfarandi strætóstöðvum: - Skeljanes (nr. 90000200) - Laugarnesvegur v. Kirkjusand (nr. 90000184) - Flókagata v. Kjarvalsstaði (nr. 90000263) - Borgartún v. Nóatún (nr. 90000780) - Rangársel (nr. 90000071) - Rangársel (nr. 90000072) - Jaðarsel v. Holtasel (nr. 90000428) - Jaðarsel v. Holtasel (nr. 90000513) - Selásbraut v. Næfurás (nr. 90000404) - Selásbraut v. Næfurás (nr. 90000412) - Krókháls v. Öskju (nr. 90000842) - Strandvegur v. Rimaflöt (nr. 90000463) - Biskupsgata (nr. 90000527) - Lambhagavegur v. Mímisbrunn (nr. 90000763) - Fellsvegur (nr. 90000650) - Fellsvegur (nr. 90000657) - Mímisbrunnur v. Úlfarsbraut (nr. 90000753) - Mímisbrunnur v. Úlfarsbraut (nr. 90000779) Í flestum tilfellum er um að ræða endurnýjun á kantsteini þannig að hann sé í réttri hæð, yfirborði við biðstöð og gerð leiðar- og varúðarlína. Á einum stað, Flókagötu, er gert ráð fyrir að fjarlægð verði 2 bílastæði.
Svar

Samþykkt.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Sjálfstæðisflokkur
    Eftir að gerð var úttekt á aðgengi á stoppistöðvum borgarinnar kom í ljós að víða væri þörf á úrbótum. Mikilvægt er að halda áfram að bæta aðgengismál almenningssamgangna því við viljum aðgengi fyrir alla.
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar öllum lagfæringum sem auðveldar aðgengi en verkið gengur of hægt.  Í heild eru 556 strætóstöðvar í Reykjavík sem þarfnast lagfæringa. Hér er óskað heimildar til að halda áfram undirbúningi lagfæringa á 18 strætóstöðvum. Segir í greinargerð að ekki sé gert ráð fyrir að fara í lagfæringar á þeim stöðvum sem fyrirhugað er að detti út/færist í nýju leiðarneti Strætó eða verða endurgerðar í tengslum við uppbyggingu fyrsta áfanga Borgarlínu, sem saman eru 206 stöðvar. Þá eru eftir 332 stöðvar sem á eftir að lagfæra. Hvenær á að gera það? Nú er einmitt tíminn til að spýta í lófana í framkvæmdum til að skapa atvinnu. Þetta þarf að gera og sjálfsagt er að setja þetta í meiri forgang, ella mun það taka borgina undir stjórn þessa meirihluta   a.m.k. 10 ár að bæta aðgengi allra strætóstöðva í borginni sem þarfnast lagfæringa. Kalla þarf eftir meira fjármagni úr borgarsjóði í verkefnið enda brýnna en margt annað sem meirihlutinn er að leggja fjármagn í.