Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um trjárækt meðfram stórum umferðaræðum
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 100
14. apríl, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til skipulagsyfirvöld ákveði að stórauka plöntun trjáa meðfram stórum umferðaræðum í borgarlandinu. Eitt af því sem ekki hefur verið horft til í baráttunni við svifryksmengun er trjágróður.  Rannsóknir sýna að trjágróður dregur úr svifryki.  Svifryk er einatt til vandræða og plöntun trjáa er einföld aðgerð sem hefur góð áhrif. Umrædd  svæði nýtast ekki til útivistar, en eru án bygginga vegna skipulagsmála enda þarf að vera gott rými meðfram stóru umferðaræðunum  vegna  veghelgunar og framtíðarnotkunar.  En svæðin má nýta tímabundið með trjárækt en gera jafnframt ráð fyrir að slíkur trjágróður verði felldur þegar og ef nýta á rýmið í annað. Þetta er svipuð hugmyndafræði og er í verkefninu ,,Torg í biðstöðu".Lagt er því til að plöntun trjáa meðfram stórum umferðaræðum verði stóraukin.
Svar

Frestað.