Laugavegur í 9 skrefum, framvinda
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 100
14. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynning á framvindu hönnunar endurbóta á göngugötunni Laugavegi. 
Gestir
Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður kynnir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Verið er að berja í brestina hvað varðar Laugaveginn sem göngugötu. Milljónum á milljónum er eytt í rugl og þvælu til að reyna að bæta fyrir þá ákvörðun að loka Laugaveginum fyrir bílum. Fyrsta skrefið til að lappa upp á þetta svæði er að útrýma veggjakroti af húsum og rafmagnskössum. Páskaskreytingum var ekki komið upp á þessu ári svo dæmi sé tekið. Lokun Laugavegarins er algjör bömmer fyrir borgina og sífelldur bútasaumur á sér stað til að flikka upp á þetta svæði. Því miður er það of seint því fjöldi rekstraraðila hafa flúið Laugaveginn nágrenni hans undanfarin misseri.
  • Flokkur fólksins
    Það sem til stendur með Laugaveg í 9 skrefum kann að vera metnaðarfullt. Talað er um teymin sem eiga að stýra þessu en í þeim er enginn fulltrúi notenda eða hagaðila.  Þetta eru sérkennileg vinnubrögð. Einhver í teyminu heldur síðan utan um að upplýsa notendur um ákvarðanir teymisins. Þessi aðferðarfræði vísar ekki á gott. Bjóða á notendum um borð frá byrjun, fulltrúa hagaðila, fulltrúa hverfa og fleirum. Þetta er miðbær okkar allra en ekki þröngs hóps sérfræðinga eða skipulagsyfirvalda. Aðferðarfræðin sem notuð hefur verið t.d. með göngugötur og lokanir gatna hefur skilið eftir sárindi fjölmargra, notenda og hagaðila. Kannski átti engin von á að svo sterkt orsakasamhengi myndi vera milli lokunar fyrir umferðar og hruns fjölda verslana. Þegar vísbendingar um að slíkt orsakasamhengi raungerist átti að staldra við og finna nýjan og hægari takt í aðgerðum sem fleiri gætu sætt sig við. Sá meirihluti sem nú ríkir lagði áherslu í upphafi kjörtímabils að hafa fólkið með í ráðum svo á það sé nú minnt hér í þessari bókun.