Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,um aukna tíðni götuþrifa, umsögn - USK2021050108
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 100
14. apríl, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lagt er til að auka tíðni á þrifum og þvotti á helstu stofn-  og tengibrautum í borgarlandinu til að draga úr svifryksmengun. Götur hér eru þvegnar mun sjaldnar en viðgekkst áður fyrr. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við eru þær þvegnar mun oftar en hér í því sambandi má t.d. nefna að víða í Evrópu eru þær þvegnar tvisvar í mánuði. Aukinn tíðni þrifa gatna gæti orðið mikilvægur liður í að draga úr svifryksmengun.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.