Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um merkingar við göngugötur, umsögn - USK2021040029
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 105
26. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 12. maí 2021. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að nú sé komin niðurstaða í „merkingar við göngugötur“. Umferð vélknúinna ökutækja akstursþjónustu fatlaðra og handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða er heimil á göngugötum og er sú heimild komin til að vera. Reykjavíkurborg mun ekki fá því breytt og þarf að bregðast við með því að merkja göturnar rækilega. Vísað er í nýsamþykktar breytingar á 10. gr. umferðarlaga en þar segir að „almenna heimild skal gefa til kynna með umferðarmerki sem kallar á að gert verði sérstakt skilti“. Fulltrúi Flokks fólksins skilur þetta svo að hanna þurfi sérstakt skilti í þessum tilgangi. Þetta er mikilvægt því dæmi er um að fólk á P merktum bílum sem ekur göngugötu til að komast á áfangastað hafi orðið fyrir aðkasti. Nokkuð langt er síðan fréttist af fyrsta tilfellinu og hafa fatlaðir og hreyfihamlaðir mátt búa við ákveðinn kvíða í þessu sambandi. Í svari má draga þá ályktun að skipulagsyfirvöld ætli að gera algert lágmark þegar kemur að merkingum. Segir í umsögn að kynna eigi reglur sem gilda. Fulltrúi Flokks fólksins telur að kynning ein og sér dugi ekki til. Beina þarf merkjum (sérstöku skilti) að akandi umferð svo reglurnar séu alveg skýrar.