Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,um merkingar við göngugötur
Síðast Frestað á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Nú er heimild í lögum að P merktir bílar aki göngugötur og lögum þarf að fylgja. Enn vantar viðeigandi merkingar, skilti til að merkja þessa lagaheimild. Það hefur orðið til þess að fólk á P merktum bílum hefur orðið fyrir aðkasti. Eftir því sem næst er komist stendur ekki til að merkja göturnar í samræmi við lagaheimildina t.d. með því að setja upp skilti eða aðrar merkingar sem gefa til kynna að eigendur P merktra bíla hafi þessa heimild. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig ætla skipulagsyfirvöld að tryggja að hreyfihamlað fólk verði ekki fyrir aðkasti aki þeir göngugötu þegar merkingar eru ekki nákvæmari en raun ber vitni?
Svar

Frestað.