Umferðaröryggisaðgerðir 2021,tillaga - USK2021030075
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021:
Svar

Óskað er heimildar skipulags- og samgönguráð til að halda áfram undirbúningi hönnunar og gerð útboðsgagna fyrir aðgerðirnar með það að markmiði að bjóða þær út til framkvæmda vorið 2021. Aðgerðirnar eru eftirtaldar en teikningar fylgja með tillögunni: a. Ný gangbraut yfir Meistaravelli austan húss nr. 19-23 á upphækkun og með gangbrautarlýsingu. b. Ný gangbraut yfir Hofsvallagötu vestan Ásvallagötu og hraðadempandi aðgerðir til samræmis við gatnamót við Sólvallagötu. Bætt lýsing á gatnamótum Hofsvallagötu og Sólvallagötu og Hofsvallagötu og Ásvallagötu. c. Ný gangbraut yfir Bríetartún austan Þórunnartúns á upphækkun og með gangbrautarlýsingu. Til að tryggja sýn að og frá gönguþverun er gert ráð fyrir að fella niður tvö bílastæði sunnan götunnar. Norðan götunnar er gert ráð fyrir að tveimur bílastæðum næst gönguþveruninni sé hækkað upp í hæð gangstéttar og breytt í stæði stæði fyrir hreyfihamlaða (kemur ekki fram á teikningunni). d. Ný gangbraut yfir Nóatún sunnan Sóltúns á upphækkun og með gangbrautarlýsingu. e. Aðgreining bílastæðis á lóð og gönguleiðar að leiksvæði í enda botnlanga Rauðalækjar 19-25. f. Ný gangbraut yfir Engjaveg móts við hús nr. 6 með gangbrautarlýsingu á núverandi upphækkun. Upphækkun vestan innkeyrslu að bílastæði Þróttar. g. Ný gangbraut yfir Skeiðarvog og húsagötu samsíða götunni, móts við hús nr. 97-107 með gangbrautarlýsingu. Ný upphækkun og tenging við gangstétt innan við húsagötu. Til að ná að tengja gönguþverunina við gangstétt innan húsagötu þarf að fella niður tvö bílastæði við húsagötuna. h. Ný gangbraut yfir Háaleitisbraut sunnan Hvassaleitis með gangbrautarlýsingu. Hraðadempandi aðgerðir í aðdraganda gönguþverunarinnar og þrenging götunnar niður í eina akrein í hvora átt gegnum gatnamótin við Hvassaleiti. i. Ný upphækkun og núverandi gangbraut yfir Vesturhóla vestan Fýlshóla. Gangbrautarlýsing og lagfæringar á gangstétt. j. Grindverk (fallvörn) með fram stíg við Höfðabakka og rampa að Vesturlandsvegi við hleðslu að lóð Húsgagnahallarinnar. k. Ný upphækkun yfir Lokinhamra norðan við aðkomu frá Gullinbrú við núverandi gangbraut. Gangbrautarlýsing og lagfæringar á gönguleið að undirgöngum. l. Ný gangbraut yfir Fjallkonuveg norðan Reykjafoldar með gangbrautarlýsingu, miðeyju og hraðadempandi aðgerðum. m. Ný gangbraut yfir Fjallkonuveg miðja vegu milli Reykjafoldar og Logafoldar með gangbrautarlýsingu, miðeyju og hraðadempandi aðgerðum. n. Ný gangbraut yfir Borgaveg austan Strandvegar, austar. Gönguþverun yfir Strandveg, norðan Borgavegar færð. Gangbrautarlýsing á báðum gönguþverunum, hraðadempandi aðgerðir og stígar aðlagaðir að nýjum staðsetningum þeirra. Hægribeygjuframhjáhlaup á gatnamótum afnumin til að stuðla að hægari umferð og bættu öryggi akandi vegfarenda. o. Ný gangbraut yfir Borgaveg vestan og austan biðstöðvar strætó í Spöng með gangbrautarlýsingu, hraðadempandi aðgerðum. p. Ný gangbraut yfir Korpúlfsstaðaveg við biðstöð strætó milli Bakkastaða og Brúnastaða, með gangbrautarlýsingu og hraðadempandi aðgerðum. q. Hraðadempandi aðgerðir við gönguþverun yfir Þúsöld norðan Vínlandsleiðar og bætt lýsing gatnamóta. r. Ný gönguþverun yfir Þúsöld í tengslum við biðstöð strætó norðan Guðríðarstígs með gangbrautarlýsingu og hraðadempandi aðgerðum. Stígar aðlagaðir að staðsetningu gönguþverunar. s. Ný gönguþverun og upphækkun yfir Stjörnugróf sunnan Undralands (teikning ekki tilbúin). Til viðbótar við ofangreindaraðgerðir sem ekki hafa verið kynntar áður er ráðgert að merkja gangbraut yfir Sogaveg móts við göngubrú að Skeifunni en hún var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs 2. desember 2020. Áætlaður kostnaður vegna aðgerðanna er 140 millj.kr.