Lækkun hámarkshraða á Breiðholtsbraut, tillaga Vegagerðarinnar, umsögn - USK2021030072
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar, dags. 16. mars 2021, um lækkun á leyfilegum hámarkshraða í 60 kílómetra á klukkustund á Breiðholtsbraut. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021 þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki tillögu Vegagerðarinnar. 
Svar

Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Við fögnum öllum tillögum Vegagerðarinnar um hraðalækkanir og tökum heilshugar undir umsögn samgöngustjóra.
  • Flokkur fólksins
    Lagt er til á fundi Skipulags- og samgönguráðs að áeggjan Vegagerðarinnar að lækka eigi hámarkshraða á Breiðholtsbraut. Það er sérstakt hvað skipulagsyfirvöld borgarinnar samþykkja allt frá Vegagerðinni gagnrýnislaust. Þessi tillaga er tilgangslaus og hvorki bætir umferðaröryggi né umhverfisástand. Núverandi umferðarhraði er að hámarki 70 km/klst. Hluta dags er það mikil umferð á Breiðholtsbrautinni að hraðinn er langt undir þeim hraðamörkum. En á öðrum tímum er ekki mikil umferð og engin ástæða til að takmarka hraðann.