Breytt tilhögun umferðar í Reykjavík, tillögur - USK2021020121
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021:
Svar

Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi: - Að stæði fyrir framan Lækjargötu 2A verði merkt sem stæði fyrir vöruafhendingu. - Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í sleppistæði við Lindargötu 66. - Að óheimilt verði að stöðva og leggja ökutækjum norðan Grjóthálsar, frá Hálsabraut að Bitruhálsi. - Að bílaumferð úr botnlanga Ægisíðu 115-119 skuli víkja fyrir bílaumferð um Ægisíðu á biðskyldu. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.