Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu,
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja það til að Reykjavíkurborg geri lagfæringar sem fyrst á gönguleiðum sem eru í landi Reykjavíkur upp á Úlfarsfell. Mikið er gengið á fellið og eins og tíðarfarið er núna þá er töluverð aurbleyta á þeim slóðum sem liggja á fellið Reykjavíkurmegin sem veldur því að fólk fer að ganga út fyrir stíga og þar sem stækkar það svæði sem verður fyrir miklum ágangi. Mikilvægt er að stígar séu bættir þannig að ekki myndist á þeim aurbleyta.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.