Drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 96
24. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsagnarbeiði Skipulagsstofnunar, dags. 13. og 18. nóvember 2020 varðandi drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. janúar 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Ýmislegt gott er í þessu skjali s.s. að horft sé til gróðurs í þéttbýli við mat á kolefnisbúskap lands. Einnig að rætt sé um möguleika á matvælaframleiðslu í þéttbýli fyrir almenning og að tekin séu frá svæði til slíks. Talað er um hugtakið ,,loftslagsmiðað skipulag”. En Reykjavík, að Kjalarnesi undanskildu, er borgarbyggð en ekki sveit. Umræða um landskipulagsstefnu er því að mestu utan við hagsmunasvið borgarinnar. í þessu samhengi má benda á að útivistarsvæði við ströndina eru manngerð sem og flest svæði sem mætti kalla náttúruleg svæði innan borgarinnar eru að verða manngerð í vaxandi mæli því miður. Í þessari  umræðu má hafa þetta í huga. Hugtök svo sem líffræðileg fjölbreytni, kolefnisbúskapur lands og matvælaframleiðsla hafa lítið vægi í þessari umræðu. Meira vægi hafa t.d. möguleikar á samskiptum í tilbúnum borgargörðum  og samgöngur með vistvænum hætti svo sem góðir hjólastígar.