Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 94
3. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að aðkomuleið að Sorpu í Jafnaseli verði lýst. Sorpa í Jafnaseli er grenndarstöð fyrir íbúa í Breiðholti. Aðkomuleiðin er án lýsingar. Þar er svartamyrkur þegar dagsbirtu nýtur ekki. Opnunartími Sorpu er að hluta til þegar dagsbirtu nýtur ekki.
Svar

Tillagan er felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Þó aðkomuleið að Sorpu kunni að vera óupplýst seinustu 1-2 tíma af opnunartíma endurvinnslustöðva yfir hávetur er ekki víst að það sé réttasta forgangsröðun fjármuna að koma fyrir sterkari lýsingu þar. Tillagan er felld.
  • Flokkur fólksins
    Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um betri lýsingu á aðkomuleið að Sorpu Jafnaseli er felld. Þarna er kolniðamyrkur þegar dimmt er orðið og afar óaðlaðandi aðkoma. Rökin eru þau að verkefnið sé ekki rétt forgangsröðun fjármuna. Kannski ekki en vel má segja að margt sem skipulagsyfirvöld setja í forgang finnst öðrum ekki vera forgangsmál. Um forgang má sannarlega deila. Það er dimmt meirihluta árs og koldimmt um 5 mánuði. Ef fólk veit ekki hvar aðkomuleið að Sorpu er, er erfitt að finna hana og þessi stutta leiði frá beygju og að inngangi er niðdimm. Þarna þyrfti ekki mikið til ef vilji væri til að bæta úr t.d. að setja upp 1-2 ljósastaura sem er varla dropi í hafið ef horft er til milljarða sem skipulagsyfirvöld setja í utanaðkomandi ráðgjöf af ýmsu tagi við nánast hvert einasta verkefni sem skipulagsyfirvöld ákveða að framkvæma.