Rafhlaupahjólanotkun Reykvíkinga, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 95
10. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skýrsla Gallup um Rafhlaupahjólanotkun Reykvíkinga, dags. nóvember-desember 2020.
Svar

(E)    Ýmis mál

Gestir
Jóna Karen Sverrisdóttir frá Gallup tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fram kemur að fáir nota rafhlaupahjól og kemur það kannski ekki beint á óvart. Mikill munur er á notkun rafhlaupahjóla eftir hverfum. Notkun er  lang minnst í úthverfunum. Þetta endurspeglar m.a. að stígar þar eru víða slæmir,  gerðir upphaflega sem göngustígar með kröppum beygjum og blindhornum víða. Þetta þarf að laga ef stígakerfin eiga að nýtast til samgangna. Ójafnt yfirborð og sleipir stígar eru helstu orsakir óhappa. Hjólin eru nú notuð almennt til ferða í örfáar mínútur og notuð meira af yngra fólki en eldra fólki, af körlum frekar en konum eins og fram kemur í þessari könnun. Eitt er að að leiga sér hjól til skemmtunar og annað að nota það sem „aðal“ samgöngutæki sitt. Vert væri að skoða hverjir eru líklegir til þess að nota þau sem aðal samgöngutæki sitt, hvernig er lífsstíll þeirra, fjölskylduaðstæður (þeir sem eru með börn eru að fara með þau í skóla og íþróttir) og fleira t.d. er þetta bílaeigendur? Svo má ætla að veðurfar hér spili stórt hlutverk þegar fólk velur sér aðal-samgöngutæki til að fara á milli staða.