Lækkun hámarkshraða á frárein af Nesbraut að Reykjanesbraut, tillaga Vegagerðarinnar, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 93
27. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar, dags. 18. janúar 2021, um lækkun á leyfilegum hámarkshraða úr 60 kílómetrum á klukkustund í 50 kílómetra á klukkustund, á frárein af Nesbraut að Reykjanesbraut ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 19. janúar 2021 þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki tillögu Vegagerðarinnar. 
Svar

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Kr. Guðmundsson leggur til að tillögunni sé frestað.Frestunartillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með frestun.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Samkvæmt hönnuði verksins stenst fráreinin ekki kröfur um þann beygjuradíus sem þarf til fyrir hönnunarhraðann 60 km/klst, eins og kemur fram í tillögu Vegagerðarinnar. Tillagan er samþykkt.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Vegagerðin leggur fram tillögu um lítillega lækkun hámarkshraða á stuttri frárein og miðar tillagan að bættu umferðaröryggi. Eðlilegt er að verða við óskum veghaldara.
  • Miðflokkur
    Þessi tillaga er enn ein aðförin að fjölskyldubílnum og er henni alfarið hafnað. Að minnka hraðann með þessum hætti skapast enn meira umferðaröngþveiti í Reykjavík en nú er. Borgarstjóra og meirihlutanum er hætt að vera sjálfrátt í umferðarmálum í stýringu sinni á daglegu líf þeirra sem búa, lifa og starfa í borginni. Borgarfulltrúi Miðflokksins talar sífellt máli þeirra sem þurfa og verða að vera á fjölskyldubílnum og jafnvel tveimur til að geta sinnt sínu fjölskyldulífi með því að komast hratt á milli staða. Tíminn er dýrmætur og andrúmsloftið er líka dýrmætt. Mun meiri mengun er þegar hægt er á umferð. Þessi tillaga gengur gegn báðum þessum atriðum. Minnt er á að ef þessi tillaga nær fram að ganga þá brýtur hún gegn samgöngusáttmála ríkisstjórnarinnar og borgarinnar um að greiðara umferðarflæði.