Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Hafnartorg, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort skipulagsyfirvöld borgarinnar ætli að beita sér fyrir að gera Hafnartorg meira aðlaðandi, veðursælla og lygnari stað? Með skreytingum er vissulega hægt að gera Hafnartorg meira aðlaðandi er erfiðara er að leiðrétta form bygginga sem þegar hafa verið byggðar. Hafnartorg er á vindasömum stað og þar eru byggingar byggðar eins og kassar í stað þess að láta þær mjókka upp sem myndi milda áhrif vinda þannig að ekki koma eins stífir vindstrengir við jörð. Flokkur fólksins hefur áður talað um líkantilraunir í vindgöngum. Spurningu um að notast við vindgöng sem tilraunatæki til að meta vindáhrif var lögð fram í bókun en er ekki svarað beint í þessu annars ágætu svari. Tölvulíkan og skoðanir veðurfræðinga eru ekki það sama og rannsóknir. Almennt er erfitt að meta hvernig loftstraumar leggjast og sveiflast þótt hægt sé að giska á það með rökrænum hætti. En, af hverju eru loftför prófuð í vindgöngum og af hverju eru hafnarmannvirki prófuð í líkani þótt mikil reynsla sé af því að byggja út í sjó? Skýringin er að við slíkar tilraunir fæst miklu nákvæmari niðurstaða en með útreikningum. Þetta mættu skipulagsyfirvöld íhuga og losna þar með við verulegt vandamál, svo sem vindstrengina við Höfðatorg og Hafnartorg.