Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að innri endurskoðun rannsaki eftirlitsaðila vegna brunans á Bræðraborgarstíg - R20060261, USK2020120024
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 93
27. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem barst borgarráði 2. júlí 2020 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs 7. desember 2020:
Svar

Lagt er til að innri endurskoðun verði falið að fara yfir afskipti eftirlitsaðila Reykjavíkurborgar, þ.m.t. heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, byggingarfulltrúa í Reykjavík og SHS vegna Bræðraborgarstígs 1 og koma með ábendingar til úrbóta.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Í umsögn Innri endurskoðanda við fyrirspurn Sjálfstæðisflokks um að Innri endurskoðun rannsaki eftirlitsaðila vegna bruna á Bræðraborgarstíg segir að rétt sé að fyrsta skrefið sé að borgarráð fela skipulags- og samgönguráði að kalla eftir því að eftirlitsaðilar upplýstu með hvaða hætti þeir greini framgang þessa máls gagnvart sínum skyldum og með hvaða hætti ætlað er að vinna að úrbótum. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til í kjölfar þessa hörmulega atburðar að Reykjavíkurborg færi í átak gegn hættulegu húsnæði. Tillögunni var hafnað á þeim grunni að eftirlitsaðilar skorti heimildir til að ganga eftir málum. Málið hefur verið í rannsókn af ýmsum aðilum og nýlega voru kynntar niðurstöðu vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Nú ætti Reykjavíkurborg/skipulagsyfirvöld ekkert að vera að vanbúnaði að taka nauðsynleg skref til að fá þær valdheimildir sem þarf til, til að grípa inn ef grunur leikur á um að hollustu og öryggi sé ábótavant og ef grunur er um að brunavörnum séu ábótavant. Byggingarfulltrúi, sem hefur sérþekkingu og skriflegar upplýsingar um aðstæður þarf að fá heimild til að fara inn í hús og sannreyna upplýsingar sem lúta að öryggismálum.