Áætlaðar göngu- og hjólastígaframkvæmdir 2021, USK2020110077
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt er fram svohljóðandi bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. desember 2020.
Svar

Óskað er heimildar skipulags- og samgönguráðs fyrir áframhaldandi undirbúning, verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir eftirtaldar stígaframkvæmdir:Aðskildir göngu- og hjólastígar:-    Borgartún, norðurkantur milli Snorrabrautar og Katrínartúns.-    Snorrabraut, milli Hverfisgötu og Sæbrautar.-    Faxaskjól og Sörlaskjól, milli Ægissíðu og Nesvegar.-    Elliðaárdalur, milli Höfðabakkabrúar og Nautavaðs.-    Bústaðavegur, brúin yfir Kringlumýrarbraut og tenging við Kringlumýrarbraut meðfram rampa.-    Ánanaust, Hringbraut að Mýrargötu.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna vandaðri vinnu við gerð hjólreiðaáætlunar. Nýlegar mælingar sýna að nær 27% íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu helst vilja ferðast til vinnu á reiðhjóli. Það er mikilvægt að svara þessari eftirspurn og bregðast við þessari jákvæðu þróun – en til þess þarf Reykjavíkurborg að ráðast í raunverulega stórsókn í lagningu nýrra hjólastíga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu talið nauðsynlegt að ráðast í gerð allra þeirra hjólastíga sem tilbúnir eru til framkvæmda fyrir árið 2021 og harma því að einungis hluti þeirra stíga hafi verið fjármagnaður í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Þá vakti jafnframt athygli að einungis 2,2% af fjárfestingum áranna 2021-2025 mun fara í gerð hjólastíga, þrátt fyrir boðaða stórsókn í grænum fjárfestingum. Sjálfstæðisflokkur hefði viljað ganga lengra, fullfjármagna alla stígana og styðja enn betur við hjólreiðabyltinguna í Reykjavík.