Uppbygging hjólastíga í Reykjavík 2021 - áætlun, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Kynning á helstu göngu- og hjólastígaverkefna sem eru í undirbúningi fyrir árið 2021. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Fulltrúar meirihlutans þakka fyrir kynningu á hjólreiðaáætlun, framkvæmdaáætlun göngu- og hjólastíga, tilraunaverkefni um útlán rafhjóla og hlaupahjólastöndum við grunnskóla. Reykjavíkurborg leggur mikinn metnað í eflingu hjólreiða og það kemur skýrt fram í þessum áætlunum, og gangi þær eftir verður borgin hjólreiðaborg á heimsmælikvarða.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna vandaðri vinnu við gerð hjólreiðaáætlunar. Nýlegar mælingar sýna að nær 27% íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu helst vilja ferðast til vinnu á reiðhjóli. Það er mikilvægt að svara þessari eftirspurn og bregðast við þessari jákvæðu þróun – en til þess þarf Reykjavíkurborg að ráðast í raunverulega stórsókn í lagningu nýrra hjólastíga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu talið nauðsynlegt að ráðast í gerð allra þeirra hjólastíga sem tilbúnir eru til framkvæmda fyrir árið 2021 og harma því að einungis hluti þeirra stíga hafi verið fjármagnaður í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Þá vakti jafnframt athygli að einungis 2,2% af fjárfestingum áranna 2021-2025 mun fara í gerð hjólastíga, þrátt fyrir boðaða stórsókn í grænum fjárfestingum. Sjálfstæðisflokkur hefði viljað ganga lengra, fullfjármagna alla stígana og styðja enn betur við hjólreiðabyltinguna í Reykjavík.