Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um EasyPark, umsögn - USK2021010065
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 95
10. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 4. febrúar 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta svar vera óljóst og spyr hvers vegna þarf að gera einfalt mál flókið? Að greiða fyrir bílastæði ætti að vera einfalt. Það kerfi sem nú er við líði er flókið  mörgum. Fólk hefur því neyðst til að nota lausnir þriðja aðila sem eykur enn kostnaðinn við að leggja í gjaldskyld svæði. Að setja upp þessa mæla voru mistök. Á þessu svæði hefði verið tilvalið að notast við bifreiðastæðaklukkur t.d. í miðbænum.  Bifreiðaklukkur eða framrúðuskífa eru víða notaðar í öðrum sveitarfélögum. Bifreiðaklukka gæti einnig komið að gagni kringum háskóla eins og Flokkur fólksins hefur áður nefnt. Framrúðuskífa hentar vel þar sem fólk þarf að skjótast inn í 1-2 tíma. Eldri borgara eiga erfitt með þessa mæla og sumir treysta sér ekki að nota bílastæðaapp. Þetta er vandamál í kringum Landspítala sem dæmi. Tímabært er að skoða hlutverk bílastæðasjóðs. Kanna þarf hvort ekki er hægt að finna aðrar vinsamlegri leiðir til að hvetja fólk til að koma í bæinn. Bílastæðahús ættu að vera aðlaðandi kostur en mörg þeirra standa ansi mikið auð. Hafa mætti í einhverjum þeirra frí stæði sem myndi hvetja fólk til að koma og umfram allt leggja þá frekar í „húsin“ en á götuna. 
  • Miðflokkur
    Hér er um hreina og klára verðhækkun að ræða við gjaldtöku þegar bílastæði Reykjavíkur eru notuð. Er nú nóg samt. Það er með ólíkindum að Reykjavíkurborg sem stjórnvald skuli útvista gæðum sínum til einkaaðila með það eitt að leiðarljósi að hækka gjöld á notendur. Verið er að búa til „millistykki“ á milli bílastæðasjóðs og notenda bílastæðanna. Til hvers í ósköpunum? Hér er um fundið fé fyrir þann aðila sem fékk dílinn. Mánaðaráskrift kostar 529 kr. á mánuði og stakt gjald er 95 kr. Málefni bílastæðissjóðs er rannsóknarefni og skemmst er að minnast þess að Landsspítalinn hefur nýlega fengið að taka upp gjaldtöku bílastæða á kostnað bílastæðissjóðs og hirðir ágóðann af bílastæðunum í eigin þágu. Sífellt er verið að seilast lengra og lengra í vasa notenda bílastæða hjá Reykjavíkurborg. Líklega á slíkt að hafa fælingarmátt á þá sem kjósa að nota fjölskyldubílinn eins og stefna meirihlutans er. Ágætt að allir átti sig á því.