Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,um að nota frárennsli húsa í meiri mæli til að hita almennar gangstéttir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Flokkur fólksins leggur til frárennsli frá húsum verði í meira mæli nýtt til að hita almennar gangstéttir. Nú sem fyrr er mikil hálka og víða stórhættulegt að ganga um í borginni. Hálkuvarnir eru hagkvæm framkvæmd sem fækkar  beinbrotum og bætir lýðheilsu, því að á öruggum gangstéttum má ganga allan ársins hring.  Þar sem ekki tekst að hita gangstéttir þarf að sinna snjómokstri og salta þegar hálka myndast.  Saltkassar eiga einnig að vera aðgengilegir við göngustíga.
Svar

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Aðstæður eru misjafnar og vatn er  víða notað til upphitunar stétta á einkalóðum og í borgarlandi en betri orkunýting húsa hefur takmarkað þann möguleika að nota frárennslisvatn þar sem það er ekki jafnheitt og áður.
  • Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks minna á tillögu sína um upphitun göngu- og hjólastíga í Reykjavík. Tillagan var lögð fram á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. mars 2019 en var vísað til umsagnar sviðsins. Umsögn hefur ekki enn borist og tillagan því ekki hlotið afgreiðslu. Fulltrúarnir undirstrika mikilvægi þess að málið komi til afgreiðslu málsins við fyrsta tækifæri, enda nær 22 mánuðir liðnir frá því málið var fyrst lagt fram í ráðinu.
  • Flokkur fólksins
    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði til að nota ætti  frárennsli húsa í meiri mæli til að hita almennar gangstéttir. Tillaga er felld   og segir að aðstæður séu misjafnar. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að sóun er að láta afrennslisvatn renna í skólpkerfin frekar en nýta það í að hita upp gangstéttir í nærumhverfinu.