Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,fyrir hleðslustöðvar um að breyta bílastæðum fyrir stóra bíla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skoðað verði hvort ekki er hægt að breyta bílastæðum fyrir stóra bíla, sem ekki fá að nota þau lengur samkvæmt hverfisskipulagi Breiðholts,  í hleðslustæði ? Nú ríður á að liðka fyrir orkuskiptum og skipulagsyfirvöld geta beitt sér mun meira og betur í að komið verði hratt upp hleðslustöðum bæði fyrir rafmagn og metan.
Svar

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Þegar er vinna á vegum Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna við uppsetningu rafhleðslustöðva í borginni og stuðning við uppsetningu rafhleðslustöðva á lóðum húsfélaga. 
  • Flokkur fólksins
    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu um að breyta mætti bílastæðum fyrir stóra bíla fyrir hleðslustöðvar. Tillagan er felld með þeim rökum að vinna sé í gangi á vegum Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna við uppsetningu rafhleðslustöðva í borginni og stuðning við uppsetningu rafhleðslustöðva á lóðum húsfélaga. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna að sums staðar er verið að leggja af bílastæði fyrir stóra bíla. Við það gefst tækifæri á að fjölga hleðslustöðvum með ódýrum hætti og hvetja einnig til orkuskipta. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að Orkuveita Reykjavíkur og Veitur gætu vel nýtt sér þegar góðar hugmyndir koma fram og í stað þess að fella þessa tillögu hefði verið nær að senda hana  til  Veitna og OR til skoðunar.