Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,um heildarendurskoðun skipulags í Mjódd, umsögn
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 93
27. janúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2021.
Svar

Samþykkt.Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Umsögn frá skipulagsstjóra við tillögu Sjálfstæðisflokks um heildarskipulag Mjóddar gefur ágætt yfirlit yfir það sem gera mætti en segir samt ekki mikið. Flokkur fólksins tekur undir að mikilvægt er að fara í heildarendurskoðun skipulags í Mjódd og þá sérstaklega svæðis sem afmarkast af Breiðholtsbraut, Álfabakka, við biðstöð Strætó, og Stekkjarbakka. Þarna er starfsemi fjölbreytt: göngugata/ verslunarmiðstöð með ýmissi þjónustu, matsölustöðum, heilsugæslu og læknastofum, kirkja, banki, gróðrarstöð, bílasala, bensínstöðvar og kvikmyndahús. Stór bílastæði eru áberandi og þeim þarf að breyta til batnaðar t.d. með skýrum að- og fráreinum. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu í fyrrasumar um að göngugötusvæðið yrði endurlífgað og endurgert til að laða að fólk og að svæðið umhverfis verði fært í nútímalegra horf sem henta hagsmunum borgarbúa í dag. Lagt var einnig til að snyrta grænu svæðin í kringum verslunarmiðstöðina. Tillögurnar voru felldar. Sjálfsagt er að horfa á alla hluta Mjóddar sem eina heild en ekki er ástæða til að breyta svæðinu austan við Mjóddina sem er hluti neðra Breiðholts, 1 – 2 hæða raðhús og einbýlishús.