Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um vetrargarð við Jafnasel,umsögn - USK2020110096
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 93
27. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. janúar 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Enginn skilningur er hjá Vegagerðinni á því að Arnarnesvegur í Vatnsendahvarfi geti skaðað umhverfið og ekki heldur fyrirhugaðan Vetrargarð og sérstakt að telja enga hætta á svifryksmengun við svona stór gatnamót og svona nálægt leiksvæði barna. Einnig er ekkert talað um vankantana á því að bæta við enn einum ljósastýrðum gatnamótum á Breiðholtsbraut. Hvers vegna ekki að leysa umferðarvanda við Vatnsendahvarfsveg t.d. með því að setja hringtorg þar? Sú aðgerð væri margfalt ódýrari en þessi framkvæmd og myndi leysa mikið af þeim vandamálum sem verið er að nota sem afsökun og ástæðu fyrir þessum vegi. Vitnað er í að framkvæmdin hafi verið áratugi á skipulagi og því engin þörf til að endurskoða neitt. Það eru engin rök, enda hafa áherslur í samgöngumátum og umhverfisvernd breyst á síðustu áratugum og mikil þörf er á að endurskoða fyrri áætlanir með heildarmyndina í huga. Að halda því fram að framkvæmdin muni hafa lítil áhrif á vistkerfi svæðisins og byggja það álit á 18 ára gömlu umhverfismati eru léleg vinnubrögð og sýnir áhugaleysi yfirvalda á að vernda græn svæði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er skipulagsklúður og algjör vanvirðing á tilgangi umhverfismats framkvæmda. Hvar er hið margrómaða íbúalýðræði og hinar grænu áherslur? Ætla skipulagsyfirvöld í borginni bara að kvitta upp á þetta?