Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi nýtt hverfisskipulag Breiðholts, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagfulltrúa, dags. 11. september 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir að fá það sundurliðað hvaða hugmyndir sem birtar eru í vinnutillögum nýs hverfisskipulags Breiðholts komu frá íbúum sjálfum og hvaða tillögur komu frá borgar- og skipulagsyfirvöldum eða öðrum? Var það t.d. ósk íbúa Breiðholts að svo mikil þétting byggðar yrði? Í svari segir að vinnutillögur byggi á samráði sem fór fram á árunum 2015-2017. Ítarlega er gerð grein fyrir þessu samráði í skýrslunni Borgarhluti 6, Breiðholt. Það sætir furðu hvað allt þetta „samráð“, boð um samráð hafi farið fram hjá mörgum í Breiðholti. Ótal margir hafa stigið fram og segjast ekkert kannast við að hafa fengið upplýsingar um fundi eða beðnir að bregðast við hugmyndum hvað þá senda inn hugmyndir. Það búa yfir 20 þúsund manns í Breiðholti. Hér er ekki um ræða lítið hverfi. Fólk man sem dæmi ekki eftir að hafa verið sendur neinn póstur um allt þetta samráð. Rýnihópar? Hvað margir af þeim 20 þúsund sem búa í Breiðholti höfðu aðgang að þeim? Segir í svari að mæting hafi verið ágæt eða frá 8 til 11 í hverjum hópi eða um 50 manns. Hverjir voru þessir fulltrúar borgarinnar og ráðgjafar sem setja áttu sig í spor íbúa. Ef hugmynd er óvinsæl hjá mörgum er sagt að hún hafi komið frá íbúa?