Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um gæðaeftirlit með strætisvögnum, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 88
11. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn Strætó bs. dags. 13. október 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hvernig gæðaeftirlit með strætisvögnum er háttað. Í svari frá Strætó er ekki betur séð en gott gæðaeftirlit sé með strætisvögnum, í það minnsta eru skýrar reglur um hvernig eftirliti skuli háttað. Það er ábyrgð vagnstjóra að skoða sinn vagn innan og utan og skrá það sem þarf að laga. En hver hefur eftirlit með vagnstjórunum, að þeir sinni þessu hlutverki sínu vel og vandlega? Sennilega má ætla að almennt séð séu strætisvögnum vel við haldið. Nokkrar ábendingar berast þó af og til um að betra viðhalds sé þörf, sem dæmi um að einstaka vagnar aki stundum um eineygðir.