Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi ívilnun fyrir visthæfa bíla, umsögn - USK2020080028
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi ívilnun fyrir visthæfa bíla, sbr. 80. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs 1. júlí 2020. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar og bílastæðasjóðs dags. 3. september 2020.
Svar

Fellt.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Tillaga Flokks fólksins að sama ívilnun gildi fyrir visthæfa bíla, þ.e. 90 mín. frítt í stæði í bílastæðahúsum og í götustæði hefur verið felld. Segir í umsögn að  “ekki hafi verið tekin afstaða til hvort veita skuli sérstaka ívilnun fyrir visthæfa bíla í bílahúsum borgarinnar. Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju ekki? Það er ekki nein sanngirni í því að veita ívilnun á götustæðum en ekki í bílahúsum. Sérstaklega skiptir þetta máli ef það er markmið skipulagsyfirvalda að fækka lagningu bíla á götunni. Þarna ætti að gæta samræmis milli götustæða og stæða í bílahúsum.
  • Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
    Líkt og fram kemur í umsögn um tillöguna eru hleðslustöðvar í bílastæðahúsum borgarinnar þar sem notendur rafmagnsbíla njóta gjaldfrjáls rafmagns. Verður þetta að teljast ívilnun. Því er ekki tekið undir þau sjónarmið að bílastæðin innan bílastæðahúsa eigi að vera ókeypis.