Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um lóða- og gatnagerðargjöld, svar - USK2020070026
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 92
13. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar fjármála og áhættustýringarsviðs, dags. 17. desember 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Frá 1. janúar 2010 hefur Reykjavíkurborg fengið greidda tæpa 9,7 milljarða í byggingarétt og tæpa 6 milljarða í gatnagerðargjöld eða samtals rúma 15,6 milljarða. Athygli vekur að rúmur 1,1 milljarður í vanskilum og elstu gjalddagarnir eru frá 2014. Á þessu 10 ára tímabili hafa tæpir 9,7 milljarðar í borgarsjóð vegna byggingaréttar. Því er það alveg ljóst eins og borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á að verið er að fegra áætlunargerð Reykjavíkurborgar með „byggingaréttarfroðu“. Í ársreikningi fyrr árið 2019 voru tæpir 3,8 milljarðar vegna sölu byggingaréttar á árinu en einungis skiluðu sér 26 milljónir. Sama má segja um áætluð gatnagerðargjöld en samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 áttu gatnagerðargjöld að skila í borgarsjóð tæpum 4,2 milljörðum en einungis rúmur 1,8 milljarður skilaði sér. Ekki nóg með það heldur er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun til ársins 2024 er gert ráð fyrir sölu byggingaréttar upp á 17 milljarða. Þetta sýnir mikla veikleika í fjárhagsstjórn Reykjavíkur og sýnir mikið ábyrgðarleysi. Það sjá allir að þetta áætlaða fjármagn skilar sér aldrei í borgarsjóð. Hér er á ferðinni enn ein froðan í bókhaldi Reykjavíkur þar sem keyrð er áfram lóðaskortastefnu.