Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um stæði við leik- og grunnskóla, umsögn - USK2020060053
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stæði við leik- og grunnskóla sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar 10. júní 2020 . Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Ástæða fyrirspurnarinnar eru ábendingar frá foreldrum um að stæði fyrir framan suma leikskóla eru of fá og stundum myndist vandræðaástand á álagstíma. Sama má segja um grunnskóla, en þar er ástandið stundum þannig í eðlilegu árferði (ekki í COVID aðstæðum) að hætta skapast þegar verið er að aka börnum í skólann. Í ljósi þeirrar aflmiklu herferðar skipulagsyfirvalda borgarinnar að fækka bílum með aðferðum eins og að fækka bílastæðum hafa áhyggjur margra aukist enn frekar. Í svari skipulagsstjóra er vísað í reglur um fjölda stæða við skóla en eftir situr stærsta spurningin og hún er sú hvort skipulagsyfirvöld eru að fylgja þessum reglum sem samþykktar voru 19. desember 2018 til hins ítrasta? Stendur það til hjá skipulags- og samgönguyfirvöldum að breyta þessum reglum næsta árið í þá átt að fækkað verði enn frekar bílastæðum við leik-, grunnskóla og frístundaheimili? Fulltrúi Flokks fólksins mun senda þessar fyrirspurnir og eina aðra til inn í skipulagsráð með formlegum hætti.