Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu
Síðast Frestað á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 69
29. apríl, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Lagt er til að áformum um nýja íbúðabyggð í Skerjafirði verði frestað á meðan rannsóknir á möguleikum á nýjum flugvelli í Hvassahrauni fara fram og tekin hefur verið ákvörðun um nýjan innanlandsflugvöll og hann tilbúinn til notkunar enda kemur fram í nýlegu samkomulagi ríkis og borgar að miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur er fullbúinn til notkunar. Fyrir liggur að óskað hefur verið eftir að fram fari umhverfismat á strandlengjunni sem gætu haft áhrif á skipulag hverfisins en því er ólokið. Þá liggur einnig fyrir að fara á í gerð hverfisskipulag árið 2022 fyrir Vesturbæinn sem kallar á mikið samráð við íbúa varðandi skipulag hverfisins. Með alla ofangreinda þætti í huga er eðlilegt og skynsamlegt fresta uppbyggingaráformum á svæðinu.
Svar

Frestað.