Snorrabraut, Borgartún, gatnamót
Snorrabraut 22
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 69
29. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 24. apríl 2020 þar sem óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir gatnamót Snorrabrautar og Borgartúns í samræmi við deiliskipulag Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag sem samþykkt var 19.mars 2020. Stefnt er að framkvæmdum 2020.
Svar

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Þó að meirihlutinn hafi ekki á neinu stigi tekið tillit til athugasemda almennings eða hagsmunaaðila t.d. á Laugaveginum í ákvörðunum sínum, þá er það skylda þeirra að hlusta á athugasemdir lögreglunnar hvað varðar öryggissjónarmið í breytingu deiliskipulags. Í umsögn frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglustarfsemin geti ekki nýtt borgarlínu – þarna er um mikla kaldhæðni að ræða – tillagan skapar í núverandi mynd vandkvæði fyrir þjónustu lögreglu og fyrir neyðarakstur til og frá lögreglustöð. Nú er verið að fara í fyrsta áfanga í þrengingunum og eru gangandi og hjólandi settir í forgang umfram akandi umferð. Það er markvisst verið að eyðileggja miðbæinn þvert á vilja flestra landsmanna og sýnir þráhyggju borgarstjóra og meirihlutans í þrengingar- og eyðileggjandi stefnu sinni. Hver á að nota miðbæinn þegar enginn kemst þangað lengur?
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Verkefni þetta er hluti af metnaðarfullu deiliskipulagi fyrir Hlemmsvæðið þar sem götur og innviðir borgarinnar eru endurhannaðir til að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Um er að ræða fyrsta áfanga fyrirhugaðra breytinga.
105 Reykjavík
Landnúmer: 101592 → skrá.is
Hnitnúmer: 10111893