Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 68
15. apríl, 2020
Frestað
‹ 32. fundarliður
33. fundarliður
Fyrirspurn
Samkvæmt nýju deiliskipulagi á Hlemm bendir Flokkur fólksins á að aðgengi fatlaðra og eldri borgara er verulega skert og stenst ekki ný sett lög frá Alþingi. Erfiðara verðu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga að njóta þess sem í boði er og verður á Hlemmtorgi þar sem einnig stendur til að fjarlægja nær aldar gamlan leigubílastandinn af torginu og koma fyrir í talsverðri fjarlægð frá torginu. Því er spurt hvort borgarmeirihlutinn ætli ekki að fara að settum lögum á Alþingi og jafnframt að standa við samþykktir Sameinuðu þjóðanna um frjálst aðgengi fatlaðra jafnt við aðra þegna samfélagsins. Ísland hefur staðfest þessa samþykkt og mun verða að lögum í lok ársins ef að líkum lætur.
Svar

Frestað.