Fyrirspurnir áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna búningsklefa Sundhallarinnar.
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 67
1. apríl, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Sundhöll Reykjavíkur hefur verið í endurgerð og endurbyggingu og var nýr kvennaklefi byggður vegna þess að sá eldri þótt ekki viðunandi. Mörgum kvengestum Sundhallarinnar finnst staðsetning nýrra búningsklefa bagaleg þar sem ganga þarf frá klefum langa leið utandyra til að komast inn í Sundhöllina. Karlar hafa nú fengið klefa sína aftur endurgerða. Klefar kvenna eru enn í endurbyggingu sem lýkur á þessu ári en munu ekki vera ætlaðir konum til frambúðar heldur viðbót ef með þarf. Margir kvengestir vilja fá aftur aðgang að eldri búningsklefum þegar endurbótum þeirra er lokið. Þær sætta sig ekki við að hafa verið úthýst og að þurfa að ganga langar leiðir á blautum sundfötum, frá klefa að laug. Það stóð aldrei annað til en að karlar fengju sína gömlu klefa aftur. Flokkur fólksins veltir einnig fyrir sér hvort jafnréttisjónarmið kunni að hafa verið fótum troðið hér og hvort farið hafi verið á sveig við jafnréttislög? Fulltrúi Flokks Fólksins óskar eftir skýringu, af hverju kvennabúningsklefinn í Sundhöll Reykjavíkur var tekinn af konunum bæði á meðan klefarnir voru endurgerðir, en einnig til frambúðar? Af hverju konum var vísað úr sínum gömlu klefum en ekki körlum? Hvað hindrar það að konur fái aftur aðgang að klefunum, tilbúnum?
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.