Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, umsögn (USK2020030013)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 64
26. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Taka þarf tillit til athugasemda íbúa Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals við endurskipulagningu á nýju leiðakerfi Strætó bs. Vonast íbúar hverfanna að gerð verði bragabót á löskuðu leiðakerfi, þá sérstaklega innan hverfanna og á milli þeirra. Ýmis þjónusta er í þessum hverfum sem íbúar vilja nýta sér án einkabílsins, því þarf leiðakerfið að vera þétt og skilvirkt. Íbúar Grafarholt og Úlfarsárdalur hafa bent á að haft verði í huga að börn í þessum hverfum sækja íþróttir, tómstundir og ýmsa skemmtun í Egilshöll, Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Sama gildir um sundlaug Grafarvogs og íþrótta starfsemi Fjölnis á því svæði. Þau verða að komast á þessa staði með öruggum hætti úr öllum þremur hverfunum. Nauðsynlegar tengingar ef ný íþróttastefna borgarinnar á að virka. Sama gildir um aðra þjónustu eins og verslunarkjarna. Íbúar eiga að geta nýtt sér Strætó til að komast í þá þjónustu. Eitt gott dæmi um laskaða þjónustu Strætó í Grafarvogi. Leið 31 gengur aðeins um hluta hverfisins en ekki önnur og fer ekki í Spöngina. Því geta íbúar alls hverfisins ekki skroppið í strætó og verslað þar. Hafa ber í huga alla þessa nauðsynlegu þætti í endurskoðun leiðakerfis Strætós sem gæti klárlega dregið úr akstri einkabílsins innan hverfanna.