Fyrirspurn Flokks fólksins, vegna malbikunar í Grafarvogi og á Miklubraut
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 63
12. febrúar, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Nú þegar nokkuð er liðið á veturinn kemur í ljós lélegt viðhald á hluta af sumum götum borgarinnar. Má þar nefna hluta af Höfðabakka frá Stórhöfða að Bíldshöfða akstursstefna í suðurátt. Síðastliðið sumar var þó nokkuð af götum lagfærðar í Grafarvogi, sem er vel, en þessi partur skilinn eftir, sem nú er orðin hættulegur, enda aðal samgönguæðin út úr hverfinu. Sama má segja um hluta af Miklubraut/Vesturlandsvegi frá Grensásvegi að Höfðabakka þá sérstaklega akstursstefna í austur átt. Samkvæmt 11 mánaða uppgjöri Umhverfis- og skipulagssviðs þá var viðhalda gatna talsvert undir fjárheimildum eða 219 m.kr. á tímabilinu. Hvers vegna var þá ekki farið í viðhald þessara akstursbúta ásamt öðrum þegar bæði var til staðar fjármagn og einstaklega gott sumar?
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.