Tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, um gönguþveranir yfir Hringbraut, umsögn - USK2020080038
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð er fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gönguþveranir yfir Hringbraut, sbr. 9. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs 12. febrúar. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 3. september 2020.
Svar

Samþykkt.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að tillaga um öruggar gönguþveranir yfir Hringbraut verði samþykkt. Slysatíðni á svæðinu er há og fjöldi barna þverar götuna daglega á leið til skóla, íþrótta og tómstunda. Gera þarf viðeigandi breytingar á umhverfi Hringbrautar, skapa þarf öryggistilfinningu og jákvæða hegðun þar sem notendur lesa umhverfið og hætturnar rétt. Mikilvægt er að betri gönguþverunum verði komið fyrir fyrr en síðar.