Fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins, varðar stöðu framkvæmda á göngu- og hjólastíg upp Bryggjubrekku sunnan við Bryggjuhverfi.
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 63
12. febrúar, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda á göngu- og hjólastíg upp Bryggjubrekku sunnan við Bryggjuhverfi. Minnt er á að á fundi ráðsins þann 26. júní 2019 var samþykkt tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 7. maí 2019 um að ráðast í gerð göngustígsins. Hugmyndin hefur einnig verið sett fram í lýðræðisverkefninu Betri Reykjavík og Íbúasamtök Bryggjuhverfisins hafa einnig beitt sér fyrir málinu um árabil. Á aðalfundi Íbúasamtakanna þann 21. nóvember síðastliðinn fengu félagsmenn samtakanna þær upplýsingar frá starfsmanni borgarinnar að fyrsti áfangi í gerð stígsins ætti að byrja fyrir áramót og seinni áfangi næsta vor. Stígurinn er meðal annars nauðsynleg tenging fyrir íbúa hverfisins í þjónustu á Höfða og nágrenni, svo sem heilsugæslu, verslanir og veitingastaði svo ekki sé minnst á möguleika til útivistar í fallegu útsýni. Ekki er að sjá að framkvæmdir séu hafnar og er því óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.