Svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um Óðinstorg og nágrenni
Svarthöfði 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 65
4. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 
Svar

Ljóst er að framkvæmdir við Óðinstorg sem er við heimili borgarstjóra er komin fram úr áætlunum. Samkvæmt kosnaðaráætlunum átti framkvæmdin að kosta 300 milljónir. Viðurkennt er í svari þessu að verkið er komið langt fram úr áætlunum og endi samkvæmt fjárhagsáætlunum í 380 milljónum. Er það framúrkeyrsla upp á tæp 30%. Ekki er litið á þetta svar sem lokasvar því verkið hefur dregist úr hófi og fróðir menn sem skoðað hafa framkvæmdirnar segja að verkið hljóti að vera mun dýrara. Framkvæmdum átti að ljúka í lok september 2019 en ljóst er að þeim ljúki ekki fyrr en í byrjun sumars 2020. Borgarfulltrúi Miðflokksins fylgist áfram með kostnaðarauka sem kemur til með að falla á endurgerð Óðinstorgs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Í svari við fyrirspurn um Óðinstorg eru nokkur atriði sem fulltrúi Flokks fólksins rekur augun í. Það er kannski erfitt að gagnrýna verkferilinn og vel kann að vera að allt sé í góðu samræmi við samþykktir. Kostnaðurinn við þessar framkvæmdir er gríðarmikill, hér er verið að tala um alla vega 331 milljón, upphæð sem nær hátt í kostnað við endurgerð braggans. Flokkur fólksins vill setja stórt spurningarmerki við forgangsröðun hér og finnst hún mjög röng. Varla er það vel ígrundað að setja slíka upphæð í að snyrta eitt torg í bænum þegar hefði verð hægt að nota þetta fjármagn til að fjölga stöðugildum sálfræðinga sem dæmi en um 700 börn bíða eftir ýmis konar þjónustu sérfræðinga skóla. Vissulega eru þau mál ekki á borði skipulags- og samgönguráðs en hér finnst fulltrúa Flokks fólksins að meirihlutinn í borginni raði fólkinu sjálfu og börnunum ekki mjög ofarlega á forgagnslista heldur setja skreytingar gatna og torga í efstu sætin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins spyr: Af hverju var svo nauðsynlegt að endurnýja þetta svæði umfram annað?
  • Sjálfstæðisflokkur
    Framkvæmdir við Óðinstorg hafa tafist, en þeim átti að vera lokið á síðasta ári. Kostnaður mun enda vel yfir þrjúhundruð milljónum, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Rétt væri að fá skrifstofustjóra framkvæmda- og viðhalds til að fara yfir kostnað verkefnisins á fundi ráðsins.