Svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um Óðinstorg og nágrenni
Svarthöfði 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 61
29. janúar, 2020
Annað
‹ 35. fundarliður
36. fundarliður
Fyrirspurn
Fyrirspurn um Óðinstorg og nágrenni Hvað var áætlaður kostnaður samkv. kostnaðaráætlun 1 við endurgerð Óðinstorgs? Hver var áætlaður kostnaður samkv. kostnaðaráætlun 2 við endurgerð Óðinstorgs? Hvenær er áætlað að verklok verði við Óðinstorg en þeim átti að ljúka í september 2019? Upphafleg tillaga sem samþykkt var í borgarráði 21. mars 2019 hljóðaði svo: "Óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Framkvæmdir á Óðinstorgi felast í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu." Hver tók ákvörðun að taka allt nærsvæði Óðinstorgs inn í verkið m.a. gera upp götur og leggja snjóbræðslukerfi í þær? Hver er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við verkið allt miðað við 1. febrúar 2020? Á hvaða fjárheimild voru þær ákvarðanir teknar að taka allt nærsvæðið inn í verkið? Hvað er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við Óðinstorgið sjálft? Hvað er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við nærumhverfið allt? Hvað er útistandi kostnaður við verkið allt miðað við 1. febrúar 2020?