Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, hvaða aðgerðir stjórn Strætó bs hyggst grípa til til að bæta nýtingu vagnanna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 59
8. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fyrirspurnir Flokks fólksins um hvaða aðgerðir stjórn Strætó bs. og skipulagsyfirvöld borgarinnar hyggjast grípa til til að bæta nýtingu vagnanna. 
Svar

Fyrir liggur að sæta- og stæðisnýting hjá almenningsvögnum Strætó er slök, sennilega rétt um fimmtungur að meðaltali árið 2018. Þetta hefur verið margsinnis rætt og svar Strætó bs felur ávallt í sér upplýsingar um fjölda innstiga í Strætó en ekki fjölda farþega. Fjöldi innstiga á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 var 11.405.700. Fjöldi ferða sem farnar voru árið 2018: 642.865. Fundin er meðaltalstala með því að taka fjölda farþega og deila með fjölda ferða. Að meðaltali komast að mestu 85 manns í strætisvagn á höfuðborgarsvæðinu, sitjandi og standandi. Að meðaltali er því um að ræða innan við 18 farþega. Það segir sig sjálft að þetta er nýting sem ekki er hægt að sætta sig við. Vagnarnir eru illa nýttir . Ein stök ferð með strætó kostar tæp 500 krónur. Þótt keypt sé 10 miða kort munar litlu á einni ferð. Kerfið er því afar óhentugt fyrir þá sem gætu viljað grípa til notkunar almenningssamgangna endrum og sinnum. Rekstrarfyrirkomulagið er einnig vont en Strætó bs. er byggðasamlag. Sex sveitarfélög eiga það og Reykjavík á stærsta hlutann en hefur engu að síður aðeins einn fulltrúa í stjórn. Stjórnunarvægi er því í engu hlutfalli við stærð. Hvað ætlar skipulagsyfirvöld/stjórn Strætó bs. að gera í þessu? Hvernig á að bregðast við? Á ekki að taka mið af lélegri nýtingu t.d. með því að grípa til einhverra aðgerða? Hugmyndir Flokks fólksins í þessu sambandi eru: Reyna að fá fólk til að nota strætisvagna t.d. bjóða upp á ódýr kynningarkort til að fólk kynnist kerfinu, fleiri möguleika í fargjöldum, jafnvel fríar ferðir utan álagstíma, Finna fjölbreyttar leiðir til að bæta ímyndina, virkja þjónustustefnu?Leyfa ávallt að hundar komi um borð í vagnanna?Vísað til umsagnar Strætó bs.