Tillaga frá Flokki fólksins í Skipulags og samgönguráði, Lagt er til að eldri borgarar fái að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar um helgar.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 57
11. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að eldri borgarar fái að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar um helgar, n.t.t.. frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 00:00 aðfararnótt mánudags. Mikilvægt er að tryggja eldri borgurum betra aðgengi að miðbænum. Menningarstarfsemi borgarinnar er að mestu leiti í miðbænum. Þar má finna menningarstofnanir þjóðarinnar, sögufrægar byggingar, helstu söfn og Þjóðleikhúsið. Á undanförnum árum hefur aðgengi að miðbænum verið takmarkað með ýmsum hætti. Ítrekaðar framkvæmdir valda töfum og lokunum. Þá er sífellt verið að breyta akstursstefnum og gatnamótum á götum sem hafa staðið óbreyttar í áratugi og þeim vinsælustu jafnvel breytt í göngugötur. Þá hefur bílastæðum utandyra fækkað verulega í miðbænum og borgin hefur tekið í notkun meingallaðar gjaldstöðvar. Öll þessi atriði gera fólki erfiðara fyrri vilji það halda niður í miðbæ og njóta þess sem hann hefur uppá að bjóða. Sérstaklega bitnar þetta á eldri borgurum sem eiga erfiðara með að ganga langar leiðir frá bílastæðum, venjast breyttum akstursleiðum og læra á flókna gjaldmæla. Lagt er til að borgin gefi út sérstakt bílastæðakort sem allir eldri borgarar eigi rétt á. Það kort veiti þeim aðgang að bílastæðahúsum borgarinnar án endurgjalds um helgar, n.t,t. frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 00:00 aðfararnótt mánudags. Þannig mætti auðvelda aðgengi eldri borgara að miðbænum og menningu hans.