Tillaga Flokks fólksins, að staðið sé betur að undirbúningi framkvæmda til að koma í veg fyrir óþarfa tafir.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 54
13. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Flokkur fólksins leggur til að staðið sé betur að undirbúningi framkvæmda til að koma í veg fyrir óþarfa tafir. Áður en framkvæmdir hefjast þarf að tryggja mun betur, en gert hefur verið, að allt tiltækt sem þarf til verkefnisins sé til staðar áður en verkið hefst s.s. nægan mannskap á öllu tímabilinu, næg tæki og tól og umfram allt, allt efni sem þarf til framkvæmdanna. Þannig verður tryggara að kostnaður fari ekki úr böndum og að tafir verði á verkinu verði óverulegar. Tafir eins og hafa verið á Hverfisgötu eru ekki líðandi og hafa þær stórskaðað rekstur þar og þar með sett rekstraraðila og fjölskyldur þeirra í mikinn vanda sem taka mun langan tíma að ná sér upp úr. Tillögunni fylgir greinargerð. Frestað.